Ég styð aðild Íslands að Evrópusambandinu meðal annars vegna þess að við erum norræn evrópsk þjóð og eigum heima í samfélagi Evrópuþjóða sem starfa saman af gagnkvæmri virðingu. Evrópusambandið snýst ekki eingöngu um fjármál og myntbandalag. Til þess var stofnað af friðarhugsjón, til þess að binda enda á sundrungu og styrjaldir í álfunni. Það hegðar sér ekki eins og stórveldi heldur byggir á samheldni sjálfstæðra þjóða sem virða menningu og tungumál hverrar annarrar og skuldbinda sig til að standa vörðu um mannréttingi. Þetta er bæði verðugt og erfitt hlutverk og við eigum að taka þátt í því.