„Hvað getum við gert fyrir Evrópu“, er miklu áhugaverðari spurning en „hvað getur Evrópa gert fyrir okkur“. Það liggur í augum uppi hvað innganga kemur til með að þýða fyrir stjórnsýsluna, réttarkerfið, náttúruna, viðskiptalífið, verslunina, mannréttindin, landbúnaðinn, menninguna og síðast en ekki síst hinar dreifðu byggðir. Já, hvað getur Ísland gert fyrir Evrópu? Ég trúi því að þegar Íslendingar ná að rífa sig upp úr hjólförunum: hvað fáum við út úr þessu? – og einbeita sér að því að leggja eitthvað af mörkum – verði okkur allir vegir færir. Ég er náttúruverndarsinni, vinstrimaður, frjálslyndur, landsbyggðarmaður, Reykvíkingur, Íslendingur og þess vegna segi ég JÁ!