Með því fáum við margvísleg ný réttindi og öðlumst þátttökurétt í mótun þeirra og framkvæmd.

Við fáum mun ódýrari og fjölbreyttari matvöru.

Við fáum aðild að byggðastefnu sem hefur að markmiði að jafna lífsskilyrði í dreifbýli og þéttbýli.

Afkomendur okkar munu njóta jafnréttis til náms við menntastofnanir álfunnar og við styrkjum mannréttindi og frið í álfunni.

Aðild að myntbandalagi Evrópu opnar okkur möguleika á stöðugum gjaldmiðli sem við höfum ekki haft í meira en heila öld.