Ég styð aðild Íslands að Evrópusambandinu því ég tel að Íslandi beri skylda til að taka fullan þátt í alþjóðasamstarfi sem hefur frið og almenna hagsæld að leiðarljósi.

Aðild að ESB mun færa Íslendingum í fyrsta skipti heilstæða, heilbrigða byggðastefnu.

Fórnarkostnaður almennings vegna krónunnar er of mikill.

Við aðild mun landið flytjast inn fyrir tollmúra sambandsins sem er til bóta fyrir útflytjendur.

Besta leiðin til að tryggja fullveldi og sjálfstæði Íslands til lengri tíma er að ganga í ESB.

ÉG SEGI JÁ