1 2 3 4
X

Dóri DNA (Halldór Halldórsson)
Rappari og uppistandari
dr. Njörður P. Njarðvík
prófessor emerítus

Ég styð aðild Íslands að Evrópusambandinu meðal annars vegna þess að við erum norræn evrópsk þjóð og eigum heima í samfélagi Evrópuþjóða sem starfa saman af gagnkvæmri virðingu. Evrópusambandið snýst ekki eingöngu um fjármál og myntbandalag. Til þess var stofnað af friðarhugsjón, til þess að binda enda á sundrungu og styrjaldir í álfunni. Það hegðar sér ekki eins og stórveldi heldur byggir á samheldni sjálfstæðra þjóða sem virða menningu og tungumál hverrar annarrar og skuldbinda sig til að standa vörðu um mannréttingi. Þetta er bæði verðugt og erfitt hlutverk og við eigum að taka þátt í því.

dr. Sigríður Ólafsdóttir
lífefnafræðingur og ráðgjafi
Elís Rúnarsson
Nemi í stjórnmálafræði
Eydís Ásbjörnsdóttir
Hársnyrtimeistari og kennari í VMA
Felix Bergsson
Leikari
Grímur Atlason
Framkvæmdastjóri Airwaves

„Hvað getum við gert fyrir Evrópu“, er miklu áhugaverðari spurning en „hvað getur Evrópa gert fyrir okkur“. Það liggur í augum uppi hvað innganga kemur til með að þýða fyrir stjórnsýsluna, réttarkerfið, náttúruna, viðskiptalífið, verslunina, mannréttindin, landbúnaðinn, menninguna og síðast en ekki síst hinar dreifðu byggðir. Já, hvað getur Ísland gert fyrir Evrópu? Ég trúi því að þegar Íslendingar ná að rífa sig upp úr hjólförunum: hvað fáum við út úr þessu? – og einbeita sér að því að leggja eitthvað af mörkum – verði okkur allir vegir færir. Ég er náttúruverndarsinni, vinstrimaður, frjálslyndur, landsbyggðarmaður, Reykvíkingur, Íslendingur og þess vegna segi ég JÁ!

Guðmundur R. Gíslason
Framkvæmdastjóri
Guðrún Sóley Gestsdóttir
Nemi í hagfræði
Gunnar Þórðarson
Viðskiptafræðingur
Halldóra Guðmundsdóttir
Leikskólakennari
Hallgrímur Helgason
Rithöfundur
1 2 3 4