1 2 3 4
X

Heimir Hannesson
Nemi HÍ
Helga Vala Helgadóttir
Lögfræðingur

Ég segi já við ESB vegna þess að ég tel okkur eiga erindi inn í Evrópusambandið.

Já vegna þess að ég er friðarsinni, umhverfissinni og jafnréttissinni.

Já vegna þess að ég vil að við höfum áhrif á þá reglusetningu sem við nú þegar lútum.

Ég segi já vegna þess að ég vil ódýrari og fjölbreyttari matvöru, lægri vexti og síðast en ekki síst gjaldmiðil sem stólandi er á.

Held reyndar að það sé sóknarfæri í þessum þremur þáttum
– friði, umhverfi og jafnrétti –

Hólmfríður Sveinsdóttir
Stjórnsýslufræðingur
Iðunn Steinsdóttir
Rithöfundur

Með því fáum við margvísleg ný réttindi og öðlumst þátttökurétt í mótun þeirra og framkvæmd.

Við fáum mun ódýrari og fjölbreyttari matvöru.

Við fáum aðild að byggðastefnu sem hefur að markmiði að jafna lífsskilyrði í dreifbýli og þéttbýli.

Afkomendur okkar munu njóta jafnréttis til náms við menntastofnanir álfunnar og við styrkjum mannréttindi og frið í álfunni.

Aðild að myntbandalagi Evrópu opnar okkur möguleika á stöðugum gjaldmiðli sem við höfum ekki haft í meira en heila öld.

Jens Fjalar Skaptason
fv. formaður Stúdentaráðs HÍ
Jóhann Hjalti Þorsteinsson
Sagnfræðingur

Ég styð aðild Íslands að Evrópusambandinu því ég tel að Íslandi beri skylda til að taka fullan þátt í alþjóðasamstarfi sem hefur frið og almenna hagsæld að leiðarljósi.

Aðild að ESB mun færa Íslendingum í fyrsta skipti heilstæða, heilbrigða byggðastefnu.

Fórnarkostnaður almennings vegna krónunnar er of mikill.

Við aðild mun landið flytjast inn fyrir tollmúra sambandsins sem er til bóta fyrir útflytjendur.

Besta leiðin til að tryggja fullveldi og sjálfstæði Íslands til lengri tíma er að ganga í ESB.

ÉG SEGI JÁ

Karen María Jónsdóttir
danslistamaður, dramatúrg
Sæunn Stefánsdóttir
Viðskiptafræðingur
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir
Mastersnemi
Sigtryggur Baldursson
Tónlistamaður
Sigurjón Bjarnason
Framkvæmdastjóri

Málið er einfalt fyrir mér.

Við börðumst fyrir sjálfstæði landsins. Og fengum um svipað leyti og önnur lönd í Evrópu. Nú hafa þessi önnur lönd tekið saman höndum um ýmis þörf mál, komið á opnum viðskipta- og samskiptaleiðum í þeim tilgangi að efla frið og farsæld. Þegar íslenska þjóðin barðist fyrir sjálfstæði sínu, stóð ekki til að hún yrði sjálfstæðari en aðrar þjóðir, enda sé ég ekki ávinning af því, heldur einungis mikinn fórnarkostnað.

Sem sagt: Sjálfstæði í takt við tímann en ekki í fangelsi fortíðar.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
Stjórnmálafræðingur
1 2 3 4