Málið er einfalt fyrir mér.

Við börðumst fyrir sjálfstæði landsins. Og fengum um svipað leyti og önnur lönd í Evrópu. Nú hafa þessi önnur lönd tekið saman höndum um ýmis þörf mál, komið á opnum viðskipta- og samskiptaleiðum í þeim tilgangi að efla frið og farsæld. Þegar íslenska þjóðin barðist fyrir sjálfstæði sínu, stóð ekki til að hún yrði sjálfstæðari en aðrar þjóðir, enda sé ég ekki ávinning af því, heldur einungis mikinn fórnarkostnað.

Sem sagt: Sjálfstæði í takt við tímann en ekki í fangelsi fortíðar.