Ísland er lýðræðisríki og evrópskt menningarsamfélag, þess vegna eigum við að stefna á fulla aðild að ESB.

Takmörkuð aðild að þessu samfélagi byggð á þröngum sérhagsmunum og tortryggni þjónar ekki hagsmunum okkar.

Evrópusambandið er í mínum huga sú fyrirmynd og það fyrirkomulag í ríkjasamstarfi sem getur orðið til þess að koma á nauðsynlegum þjóðfélagsbreytingum hjá nágrönnum Evrópu í Mið-Austurlöndum, Afríku og Asíu.